MS 1551, 2014
DIALOGUS
Einleiksverk á fiðlu í flutningi Hlífar Sigurjónsdóttur eftir Jónas Tómasson, Rúnu Ingimundar, Karólínu Eiríksdóttur, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, Alfred Felder og Merrill Clark.
Lengd: 79 mínútur
Tekið var upp í Reykholtskirkju og sá Sveinn Kjartansson um upptökuna.
Útgefandi og dreifing: MSR Classics í Bandaríkjunum
Einnig fáanlegt hjá: Amazon
Sýnishorn: Kurìe eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson
Hvað gerist milli tónskálds og hljóðfæraleikara sem þekkjast?
Á þessum nýja diski má heyra afrakstur samtals, vináttu, gagnkvæmrar virðingar og hrifningar milli skapandi listamanns og túlkandi. Hlíf Sigurjónsdóttir leikur tónverk sem vinir hennar og kunningjar − allt starfandi tónskáld − hafa samið fyrir hana. Þau eru: Vetrartré eftir Jónas Tómasson frá 1983, Að heiman eftir Rúnu Ingimundar (2012), Hugleiðing eftir Karólínu Eiríksdóttur (1996), Kurìe eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson (2012), Tilbrigði við Victimae Paschali Laudes eftir Svisslendinginn Alfred Felder (1987) og sónatan Seiðkonan eftir Bandaríkjamanninn Merrill Clark frá 2010.
Tilvitnun:
„I listened to the master, and fell under a magic spell. I was sorry when it was over. Really, I was taken somewhere“
Reviews
There are no reviews yet.