Íslensk fiðludúó eftir Elías Davíðsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Finn Torfa Stefánsson, Hildigunni Rúnarsdóttur, Jónas Tómasson og Atla Heimi Sveinsson í flutningi Duo Landon: Hlífar Sigurjónsdóttur og Martin Frewer.
Lengd: 61 mínútur
Útgefandi og dreifing: MSR Classics í Bandaríkjunum
Einnig fáanlegt hjá: Arkivmusic.com
Í framhaldi af frábærum viðtökum fyrri disks Duo Landon var hafin leit að tónverkum fyrir tvær fiðlur eftir íslensk tónskáld, en þessi hljóðfæraskipan er vinsæl á meginlandi Evrópu og mörg tónskáld hafa samið öndvegis verk fyrir hana. Aðeins fundust tónverk þriggja tónskálda fyrir þessa skipan, þeirra Þorkels, Elíasar og Finns Torfa. Duo Landon bað því þrjú íslensk tónskáld, Hildigunni Rúnarsdóttur, Atla Heimi Sveinsson og Jónas Tómasson að semja hvert sitt tónverk og urðu þau góðfúslega við því. Á þessum diski eru öll þessi tónverk og hefur ekkert þeirra verið gefið út á hljómdiski áður.
Reviews
There are no reviews yet.