Fyrsta hljómplata Reynis Guðmundssonar tónlistarmanns. Á plötunni er fjölbreytt safn laga sem hann hefur samið á síðustu árum. Reynir Guðmundsson er fæddur á Ísafirði og vakti fyrst athygli með ísfirsku hljómsveitinni Ýr þegar hann söng inn á hljómplötu smellinn Kanína. Reynir söng í 17 ár með Saga Class hinni frægu húshljómsveit Hótel Sögu og undanfarin ár hefur hann starfað með Rúnari Þór og góðum félögum frá Ísafirði í hljómsveitinni Trap. Reynir semur sjálfur öll lög og texta plötunnar að undanskildu fimmta lagi plötunnar Frá fyrstu stundu sem samið er af Þóri Úlfarssyni við texta Stefáns Hilmarssonar. Undirleik plötunnar annast úrvalslið íslenskra hljóðfæraleikara, má þar nefna m.a Gunnlaug Briem trommara, Pétur Valgarð Pétursson gítarleikara og Þóri Úlfarsson hljómborðsleikara sem leikur á ýmis hljóðfæri auk þess að hljóðblanda.
Reynir Guðmundsson – Reynir
3299 kr
Fjölbreytt safn laga eftir tónlistarmanninn Reyni Guðmundsson sem hefur gert garðinn frægan með hljómsveitum á borð við Ýr frá Ísafirði og Saga Class
In stock
Reviews
There are no reviews yet.