Sönglíf, þjóðlíf og mannlíf er viðfangsefni bókarinnar Þegar Kjósin ómaði af söng. Höfundar bókarinnar eru Bjarki Bjarnason og Ágústa Oddsdóttir.
Í bókinni er fjallað um söngmenningu í Kjósarhreppi sem stóð með miklum blóma um langt skeið á liðinni öld og teygði anga sína út á Kjalarnes og suður í Mosfellssveit. Þetta öfluga söngstarf var undir forystu og stjórn Odds Andréssonar bónda að Neðra-Hálsi. Oddur stofnaði söngkvartett um 1930 og upp úr því starfi skaut Karlakór Kjósverja sínum fyrstu rótum. Einnig er fjallað um mannlíf í sveitinni á fyrri tíð. Ágústa hefur frá árinu 1981 safnað upplýsingum um söngstarf og mannlíf í Kjós frá fyrri tíð og haldið til haga munnlegum frásögnum og er það grunnefni þessarar bókar. Efni bókarinnar byggir því bæði á rituðum heimildum og fjölda viðtala við eldri Kjósverja og lýsa frásagnir þeirra sveitabrag og lífsháttum í sveitinni á þessum tíma. Fjöldi mynda er í bókinni og henni fylgir geisladiskur með upptökum frá Ríkisútvarpinu af söng Karlakórs Kjósverja og Karlakórs Kjósarsýslu.
Reviews
There are no reviews yet.