Á Bernskubrekum eru fjórtán lög sem fjalla um æskuárin á Seyðisfirði þar sem Ingólfur fæddist og ólst upp. Horft er til sjötta og sjöunda áratugarins og uppvaxtarárin skoðuð með augum hins fullorðna. Einnig er reynt að ganga inn í hugarheim æskunnar og lýsa henni með augum barnsins. Flest eiga lögin rætur í þjóðlögum og þjóðlagarokki, nokkur hafa suður-amerískan blæ og fáein bera keim af sveitatónlist.
Meðleikarar Ingólfs á nýju plötunni, Bernskubrek, eru m.a. Ásgeir Óskarsson, Haraldur Þorsteinsson, Jóhann Hjörleifsson, Lárus H. Grímsson og Þórir Úlfarsson. Upptökur fóru fram í Stúdíó VOX hjá Villa Guðjóns en hann leikur einnig á fjölmörg hljóðfæri og liðsinnti við útsetningar nokkurra laga. Ingólfur spilar á gítar, bassa, píanó og munnhörpu og sér hann um allan söng á plötunni.
Aðalsmerki þessarar hljómplötu er vönduð lagasmíði og góðir textar. Þetta er hljómplata sem allir unnendur góðrar alþýðutónlistar ættu að eignast.
Reviews
There are no reviews yet.