Lagalisti:
A
1. Þurrt að kalla
2. Fyrir miðju
3. Fullur máni
4. Hún er vinur minn
5. Betra veður
6. Sjálfsvarnarlist
B
1. Aftur á bak
2. Afmæliskveðja
3. Ég róa öldurnar
4. Liðnir tímar (Annað líf)
5. Smali (Alveg eins og þú)
4990 kr
Breiðskífan Janúar er fyrsta plata tónlistarmannsins Klóa.
Höfundur gefur sjálfur út en er of blygðunargjarn til að selja sig í ræðu og riti. Klói felur sig því á bak við hlý orð vina og kunningja, sem lesa má hér neðst á síðunni.
Janúar inniheldur ellefu frumsamin „ný-nostalgísk“ popp/rokklög og er pressuð á 180 gramma kolsvartan vínil til að stuðla að betri hljómgæðum en ella. Alls er verkið rúmar 40 mínútur, sem er hæsti ráðlagði skammturinn, þegar um LP er að ræða.
Skipafélagið hefur heitið því að öll seljanlegu eintökin af Janúar komi úr tollinum fyrir 20. desember. Sem þýðir að nægur tími gefst til að koma Janúar fyrir þar sem Janúar á heima – undir jólatrjám landsmanna í desember! Forpanti því hver sem forpanta má.
Athugið að það kemur aldrei Janúar á streymisveitunum. Eða það stendur allavega ekki til í bili. Þær þurfa ekki að fá allt.
In stock
In stock
Reviews
There are no reviews yet.