Lagalisti
A1 Chamomile
A2 Sunny Fox
A3 One for Sco’
A4 Bye Bye Bicycle
B1 Weather Variations 1
B2 Clouds
B3 Buckle Up
B4 Weather Variations 2
B5 Spring Rolls
B6 Next Chapter
B7 Weather Variations 3
5490 kr
Collage er eiginlega fyrsta stóra platan hans Sölva Kolbeinssonar en hann hefur spilað
inn á margar plötur, í aukahlutverki og í samstarfi við aðra listamenn en þetta er fyrsta
platan sem hann geri í eigin nafni og kemur út á föstu formi, einungis með lögum eftir
hann.
Sölvi er þó ekki eini flytjandinn en með honum eru engir aðrir en gítargoðsögnin Hilmar
Jensson og slagverksmeistarinn Magnús Trygvason Eliassen. Tríóið varð til út frá dúói
þeirra Magga sem voru paraðir saman við Hilmar á Jazzhátíð 2020 og spiluðum
stórskemmtilega tónleika. Til að byrja með spiluðum þeir uppáhalds lög eftir aðra en
fókusinn færðist fljótlega yfir á tónsmíðar Sölva. Eftir að spila fleiri tónleika og prófa
allskonar hélt tríóið í hljóðver desember 2024.
Á plötunni má finna 8 lög og 3 interlúdur. Þetta er tilraunakenndur djass innblásin af
tíma Sölva í Berlín og Kaupmannahöfn ásamt því að flytja aftur heim til Íslands. Lögin
eru ólík og lítur Sölvi á þau eins og mismunandi myndir þar sem hver og ein mynd er
með eigin stemningu og sterk karaktereinkenni. Einhvernmeginn skapa þessar
svipmyndir svo eina heildstæða mynd og þaðan kemur titill plötunnar.
Öll lög eru eftir Sölva Kolbeinsson sem leikur á Alto Sax og B-flatt klarinett.
Hilmar Jensson leikur á rafmagnsgítar
Magnús Trygvason Eliassen leikur á trommur og slagverk
Albert Finnbogason hljóðritaði og hljóðblandaði plötuna
Ívar Ragnarsson sá um hljóðjöfnun
Andrea Dagbjört Vatnsdal Pálsdóttir gerði myndir og plötuumslag
Útgefandi Reykjavík Record Shop
Sölvi Kolbeinsson vill þakka Magga og Hilmari fyrir spileríið, Albert Finnboga fyrir
upptökur og mix, Ívar Bongó fyrir hljóðjöfnun og Andreu fyrir frábært kover <3 Síðast en
ekki síst, takk Jonni í Reykjavík Record Shop fyrir útgáfuna og að styðja við útgáfu á
nýrri tilraunakenndri íslenskri tónlist.
Sölvi Kolbeinsson (f. 1996) er saxófónleikari og tónskáld. Hann stundaði klassískt
saxófónnám í Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Tónlistarskólanum í Reykjavík en
rytmískt nám í Tónlistarskóla FÍH og Jazz-Institut Berlin þaðan sem hann lauk BA námi
sumarið 2019.
Hann er meðlimur í mörgum ólíkum hópum á Íslandi og víðar. Þar má nefna dúó með
trommaranum Magnúsi Trygvasyni Eliassen, Camus kvartett, Mánudjass, Guiding star
orchestra, Hamamelidae, Volcano bjorn og Windisch quartet. Sölvi hefur spilað á
djasshátíðum í Kanada, Þýskalandi, Finnlandi, Noregi, Danmörku og á Íslandi auk þess
að hafa komið fram í fjölda annara landa.
Hann hefur gefið út tvær plötur einungis með eigin tónsmíðum: Live in Berlin (2022) og
August (2021). Hann hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2016 sem bjartasta vonin í
flokknum Djass- og blústónlist. Frá hausti 2023 kennir Sölvi á saxófón og klarinett í
Skólahljómsveit Grafarvogs og Tónskóla Sigursveins.
In stock
In stock
Reviews
There are no reviews yet.