Ásgerður Júníusdóttir, mezzósópran, hefur um nokkra hríð skoðað möguleg jazz- og kabarettáhrif í tónlist Jórunnar Viðar í samvinnu við Agnar Má Magnússon píanóleikara og tónskáld, með það fyrir augum að taka upp plötu þar sem sönglög Jórunnar væru útsett, leikin og sungin í því samhengi. Auk Ásgerðar og Agnars Más tóku Matthías Hemstock trommu- og slagverksleikari og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson kontrabassaleikari þátt í verkefninu og lögðu þar sitt á vogarskálarnar. Á plötunni má finna átta lög Jórunnar, þekkt lög eins og Únglíngurinn í skóginum og Vort líf, auk annarra minna þekktra sem heyrast nú fyrst í þessum nýju útsetningum á plötunni Séð frá tungli.
Jórunn Viðar (1918-2017) er eitt helsta tónskáld íslendinga og fyrsta íslenska konan sem lagði stund á nám í tónsmíðum. Á námsárunum dvaldi hún m.a. í Berlín (1937-9) og New York (1945-7) og var þar í hringiðu tónlistarlífs þess tíma. Tónlist Jórunnar er fjölbreytt en hún samdi m.a. fjölda sönglaga, kórverk og fyrsta íslenska píanókonsertinn í fullri lengd, auk þess sem hún var frumkvöðull í smíðum ballett- og kvikmyndatónlistar á Íslandi og eftir hana liggja drög að fyrstu íslensku óperunni. Verk hennar hafa löngum þótt hafa yfir sér þjóðlegan blæ enda sótti hún gjarnan í íslenskan arf í viðfangsefnum sínum. Í tónlist hennar má þó greina ýmis önnur áhrif ef betur er að gætt, t.d. jazz og kabarett.
Glugginn
Ásgerður Júníusdóttir og Agnar Már Magnússon
Jórunn Viðar höfundur lags
Halldór Kiljan Laxness höfundur texta
Séð frá tungli
Ásgerður Júníusdóttir, Matthías Már Davíðsson Hemstock, Agnar Már Magnússon, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson
Jórunn Viðar höfundur lags
Sigurjón B Sigurðsson höfundur texta
Týnd er hver varða
Ásgerður Júníusdóttir, Matthías Már Davíðsson Hemstock, Agnar Már Magnússon, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson.
Loftur Guðmundsson höfundur texta
Jórunn Viðar höfundur lags
Þjóðvísa
Ásgerður Júníusdóttir og Agnar Már Magnússon
Tómas Guðmundsso höfundur texta
Jórunn Viðar höfundur lags
Þjóðlag úr Álfhamri
Ásgerður Júníusdóttir, Matthías Már Davíðsson Hemstock, Agnar Már Magnússon, Valdimar Kolbeinn Sigurjónssson
Guðmundur Böðvarsson höfundur texta
Jórunn Viðar höfundur lags
Únglingurinn í skóginum
Ásgerður Júníusdóttir. Matthías Már Davíðsson Hemstock, Agnar Már Magnússon, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson
Halldór Kiljan Laxness höfundur texta
Jórunn Viðar höfundur lags
Vort líf
Ásgerður Júníusdóttir, Agnar Már Magnússon, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, Matthías Már Davíðsson Hemstock
Steinn Steinarr höfundur texta
Jórunn Viðar höfundur lags
Vökuró
Ásgerður Júníusdóttir, Agnar Már Magnússon
Jakobína Sigurðardóttir höfundur texta
Jórunn Viðar höfundur lags
Reviews
There are no reviews yet.