“Hljómsveitin Pinkowitz fór ekki hátt á meðan hún starfaði en afrekaði þó að koma við sögu á fjögurra laga plötu sem út kom haustið 1989.
Pinkowitz var stofnuð snemma hausts 1988 í Menntaskólanum í Reykjavík og fór ekki mikið fyrir henni, sveitin lék þó í nokkur skipti opinberlega um veturinn 1988-89.
Um vorið 1989 var leikritið Tóm ást eftir Sjón (Sigurjón B. Sigurðsson) sett á svið Herranætur MR en skáldið hafði samið verkið sérstaklega fyrir Herranótt. Kolbrún Halldórsdóttir var fengin til að leikstýra verkinu og eitt aðalhlutverkanna var m.a. í höndum Hilmis Snæs Guðnasonar. Pinkowitz flutti tónlistina í Tómri ást og um haustið gaf Smekkleysa út fjögurra laga plötu með tónlist úr verkinu, lög og textar voru eftir þá Þór Eldon og Sjón.
Meðlimir sveitarinnar á plötunni voru Jón Oddur Guðmundsson söngvari, Frank Þ. Hall gítarleikari, Ingólfur A. Magnússon hljómborðsleikari, Eiríkur Þórleifsson bassaleikari, Páll Garðarsson saxófón- og hljómborðsleikari og Kjartan Guðnason trommuleikari.
Með útgáfu plötunnar var hápunkti frægðar Pinkowitz náð en sveitin starfaði áfram a.m.k. fram á haustið 1990. Ekki er kunnugt um mannabreytingar í henni.” – Glatkistan.com
Reviews
There are no reviews yet.