Út er komin geisladiskurinn Persian path, Icelandic Folksongs Volume 3.
Gítar- og strengjaleikarinn Ásgeir Ásgeirsson heldur áfram ferðalagi sínu með íslenska þjóðlagið um Austur-Evrópu og Mið-Austurlönd og í þetta skipti alla leið til Íran. Platan er lokahnykkurinn í trílógíu Ásgeirs en hann hefur áður
gert plöturnar Two sides of Europe með tyrkneskum hljóðfærarleikurum og Travelling through cultures með tónlistarhóp frá Búlgaríu.
Íslensku þjóðlögin stækkuð með auka frumsömdum laglínum, spunaköflum og austrænum hljóðheimi skapa einstaka blöndu.
Sem áður sér Sigríður Thorlacius um söng en sérstakir gestir í lokalagi plötunnar eru þau Samin Ghorbani og Egill Ólafsson sem syngja dúett við frumsamið verk.
Reviews
There are no reviews yet.