HAM platan Dauður hestur kom upphaflega út árið 1995 á geisladiski. Platan var samstarfsverkefni HAM og svissneska upptökustjórans Roli Mosimann og voru lögin tekin upp fyrir kvikmyndina Sódóma Reykjavík, en einungis þrjú þeirra enduðu á plötunni fyrir kvikmyndina sjálfa. Lögin komu síðan út árið 1995 eða ári eftir að hljómsveitin var hætt störfum. Nú er Dauður hestur fáanlegur í fyrsta sinn á vínyl.
Platan kemur á hefðbundnum svörtum vínyl og á rauðum marmar vínyl í takmörkuðu upplagi. Umslagið hefur verið hannað upp á nýtt og er opnanlegt (gatefold).
Reviews
There are no reviews yet.