Gítarleikarinn og tónskáldið Mikael Máni sem vann nýverið Íslensku Tónlistarverðlaunin fyrir plötu ársins 2023 er að gefa út sína aðra plötu í ár. Þetta er fyrsta platan Mikaels sem kemur út hjá þýska útgáfufyrirtækinu ACT sem er eitt af þeim leiðandi í jazzbransanum í Evrópu.
Platan nefnist Guitar Poetry og er sólógítar plata með 10 lögum eftir Mikael ásamt ábreiðu af “Tvær Stjörnur” eftir Megas. Á plötunni túlkar Mikael hráar og persónulegar tilfinningar einn með gítarinn að vopni. Stíll hans er ljóðræn og er hann undir miklum áhrifum frá söngvaskáldum þó að platan sé alfarið án texta.
Reviews
There are no reviews yet.