Myndasöguhöfundurinn Hugleikur Dagsson ruddist fram á ritvöllinn með látum árið 2002 með útgáfu á sinni fyrstu bók, Elskið okkur. Árið 2003 gaf hann út bókina Drepið okkur og Ríðið okkur kom út ári síðar.
Bækurnar nutu gríðarlegra vinsælda, seldust grimmt og eru ófáanlegar í dag. Nú hefur Hugleikur verið tilnefndur til Menningarverðlauna DV í bókmenntum 2006 fyrir Forðist okkur.
JPV útgáfa tók Hugleik upp á sína arma árið 2005 og gaf út heildarsafn verka Hugleiks, Forðist okkur, og í kjölfarið, Bjargið okkur.
Árið 2003 fékk Benedikt Hermann Hermannsson einvala lið hljóðfæraleika til liðs við sig og stofnaði Hljómsveitina Benni Hemm Hemm. Hljómsveitin gaf út á eigin vegum samnefnda hljómplötu haustið 2005 eftir að hafa gefist upp á að tala fyrir daufum eyrum íslenskra hljómplötuútgefenda. Platan náði strax gríðarlegum vinsældum og vann til fjölda verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum sama ár.
Nú hefur JPV útgáfa leitt saman þessa tvo frábæru listamenn í Fermið okkur þar sem lesa má nýjustu myndasögu Hugleiks Dagssonar undir ljúfum tónum Benna Hemm Hemm. Lagið heitir og er einnig að finna endurhljóðblöndun á laginu eftir fjöllistamennina Helmus und Dalli.
Enn ein óborganleg saga eftir Hugleik Dagsson!
Reviews
There are no reviews yet.