Fyrsta hljómplata Reynis Guðmundssonar tónlistarmanns. Á plötunni er fjölbreytt safn laga sem hann hefur samið á síðustu árum. Reynir Guðmundsson er fæddur á Ísafirði og vakti fyrst athygli með ísfirsku hljómsveitinni Ýr þegar hann söng inn á hljómplötu smellinn Kanína. Reynir söng í 17 ár með Saga Class hinni frægu húshljómsveit Hótel Sögu og undanfarin ár hefur hann starfað með Rúnari Þór og góðum félögum frá Ísafirði í hljómsveitinni Trap. Reynir semur sjálfur öll lög og texta plötunnar að undanskildu fimmta lagi plötunnar Frá fyrstu stundu sem samið er af Þóri Úlfarssyni við texta Stefáns Hilmarssonar. Undirleik plötunnar annast úrvalslið íslenskra hljóðfæraleikara, má þar nefna m.a Gunnlaug Briem trommara, Pétur Valgarð Pétursson gítarleikara og Þóri Úlfarsson hljómborðsleikara sem leikur á ýmis hljóðfæri auk þess að hljóðblanda.
Reynir Guðmundsson – Reynir
3299 kr
Fjölbreytt safn laga eftir tónlistarmanninn Reyni Guðmundsson sem hefur gert garðinn frægan með hljómsveitum á borð við Ýr frá Ísafirði og Saga Class
In stock
Weight | 60 g |
---|---|
Dimensions | 10 × 11 × 1 cm |
Only logged in customers who have purchased this product may leave a review.
Related products
Icelandic cinematic krautrock featuring members of Epic Rain, ADHD, amiina, John Grant, Samúel Jón Samúelsson Big Band and Lhooq just to name a few. Released in 2020 by Lucky Records. Tracklist A1 Vanishing Hitchhiker 5:54 A2 Man In Grey 5:25 A3 Tulip Staircase 4:02 A4 The Watcher 4:20 B1 The Murdered Peddler 5:08 B2 Hoia [...]
Works by: Páll Ragnar Pálsson, Thuridur Jónsdóttir, Halldór Smárason, Hafliði Hallgrímsson,
Ein vinsælasta plata Dr Gunna fyrr og síðar sem er ekki skrítið því hún er frábær
Skúli Sverrisson & Óskar Guðjónsson
The Icelandic pop savant and composer that must be heard
Reviews
There are no reviews yet.